Alltaf að græða

Á haustin byrja ég að hamstra. Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég verið með eitthvað ólýsanlegt kitl í maganum þegar tekur að síga á seinni helming sumarsins – og þegar loksins tekur að rökkva aftur eru auðir borðfletir heimilisins þakktir bókahrúgum og verkefnalistum og pælingum. Eins og iðinn íkorni hef ég unnið við að koma „uppskerunni“ í hús allan ágústmánuðinn (á meðan aðrir njóta síðustu sumardaganna er ég inni á bókasöfnum að grúska eftir fóðri).

Það er ekki frá því að þessi fiðringur í maganum sé samblanda af spennu og eftirvæntingu en líka kvíða yfir öllum því fóðri sem komið er í hús – hvernig á að finna tíma til að innbyrða þetta allt saman? Og sífellt bætist við.

Hér mun ég reyna að skrásetja það sem fer í gegnum hugarhvelin eftir neyslu vetrarins og vonandi get ég kitlað forvitni einhverra í leiðinni.

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: