Je suis étudiant français

Hvernig sem ég rýni í stúdentsskírteinið (eru ekki annars allir með það í ramma uppi á vegg?) þá get ég engan veginn skilið hvernig ég komst gegnum 4 frönskuáfanga í MH forðum daga – án þess að læra svo mikið sem staf í þessu fallega tungumáli.

Ég hef alltaf verið hálf fúl útí a) þá ömurlegu frönskukennslu sem ég fékk þar b) að hafa ekki tekið betur eftir í tímum (sem gæti reyndar útskýrt lið a)…

En nú hef ég reynt að horfa í táknin í kringum mig og grípa öll þau skilaboð sem alheimurinn hefur sent mér . Hér eru nokkur dæmi:

  • ‘impuls’- kaup á bókinni „The french/english visual dictionary“ (þessi gjörningur er enn hulin ráðgáta),
  • tilboð um sjálfsnám í frönsku við HÍ – mér að kostnaðarlausu,
  • flestir þeir fræðingar sem ég stúdera þessa dagana – ó, já – franskir snillingar – hvar væri heimurinn án þeirra??,
  • OG nú síðast: heill þáttur af Sex&the City þar sem Carrie var í París og talaði líka þessa flottu frönsku…

Le petit Nicolas er þar með kominn í lestrarbunkann: „ef ég hef rosa- mikinn tíma, en nenni ekki að lesa; fyrir skólann, mér til gamans – ehhh eða fyrir börnin“

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Je suis étudiant français

  1. Kristín skrifar:

    Ég var t.d bara með ofurlélegan kennara í frönsku. Er hundfúl yfir því. Var með brilliant þýskukennara og tala fína þýsku. Við ‘þufum’ kannski bara að skella okkur til frakklands í smá tungumálanám með ostum og víni – mmmmmmmmmmmm

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: