Sæborgin og fleira og fleira

Ég kíki öðru hvoru inn á vef Háskólaútgáfunnar – og þar eru oft mörg spennandi rit í útgáfu. Til dæmis þessi: Sæborgin – stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika.

„Gamli“ kennarinn minn og leiðbeinandi, Úlfhildur Dagsdóttir,  var þar að gefa út þessa frábæru bók: Sæborgin

Ég er rétt búin að glugga í nokkra kafla – mér finnst hún lofa góðu og er hem hem á mannamáli sem mér finnst vera orðið nauðsynlegur tjáningarmáti þegar kemur að því að miðla fræðilegu efni.

og að meira grúski…

Bókin Litteratur og visuell kultur (ritstj. Dagný Kristjánsdóttir)

er búin að vera á leslistanum lengi – og loksins fann ég mér tíma fyrir hana. Þetta er mjög skemmtilegt samansafn ólíkra ritgerða sem eiga það sameiginlegt að skoða bókmenntir út frá sjónrænni menningarfræði, eða eins og ritstjóri skrifar:

„Undanfarin ár hefur hið talaða orð átt undir högg að sækja vegna verulega aukins framboðs á sjónrænni miðlun. Við höfum í vaxandi mæli tilhneigingu til að vísa í kvikmyndir “sem allir þekkja” eða dægurmenningu samtímans þegar við leitumst við að útskýra kenningar eða ræðum um megineinkenni texta. Ljósmyndir, sjónvarp og kvikmyndir hafa tekið yfir bróðurpartinn af allri upplýsingamiðlun, menntun og afþreyingu. Myndefnið flæðir yfir okkur með hjálp stöðugt nýrrar tækni og tækja og “boðskapurinn er fólginn í miðlinum”. En myndræn skilaboð eru ekki aðeins hluti af veruleika okkar, heldur tölum við um “heimssýn” sem endurspeglar þá staðreynd að umhverfi okkar, og þá um leið menning okkar, verður myndrænni með hverjum degi.
Í safnriti þessu eru bókmenntir og sjónmenntir skoðaðar frá ýmsum mismunandi sjónarhornum. Og veitir þannig ómetanlega hjálp í leitinni að nýjum skilningi á samspili og samruna myndar og texta í nútímanum, bæði á hefðbundinn og nýjan hátt.“

Ég fann hins vegar ekki það sem ég var að leyta að en datt þó inn í áhugaverða grein sem ber nafnið „Dream – Cum – Truth. Postmodern Narrativity and Hardcore Porn“ eftir Magnus Ullén og fjallar um frásagnarmáta klámmynda og skilin milli fantasíu og raunveruleika. (já – bókmenntafræðin er pönk!)

Þá er bara að prófa að snúa sér aftur að grunni sjónrænna menningarfræða – er að lesa valdar greinar í Visual Culture Reader (ritstj. Nicholas Mirzoeff)

og þá sérstaklega kaflann sem snýr að sjónrænni menningu í hversdagsleikanum – enda snýr grafísk miðlun að hinu hversdagslega í umhverfi okkar ; auglýsingar, umbúðir, skilti og upplýsingar hvers konar og svo mikið mikið meira ….

grúskígrúskí

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: