… og svo gerðist eitthvað

Það er ákveðin mannfræðistúdía sem felst í að skrásetja svipbrigði og (uppdiktaðan?) áhuga fólks þegar maður útskýrir „hvað maður sé að gera“.

Það er ekkert sexý við að skrifa mastersritgerð í dag – allir eru að gera það! og um leið og spurt er „hvað ertu svo að skrifa“  er ekki aftur snúið – drepleiðindin leyna sér ekki í flóttalegum augum fólks.

Hingað til hafa þó viðmælendur mínir sloppið frekar auðveldlega – af hverju? jú, því ég hef sjálf ekki vitað svarið. Hvað ætla ég að skrifa? um hvað snúast allar þessar rannsóknir mínar?

„Það kemur í ljós“ – hef ég sagt með merkissvip og í sposkum „já, þið ættuð bara að vita…“- tóni … þegar í rauninni maginn tekið flikkflakk af kvíða og ólýsanlegur kökkur í hálsi verður stærri og stærri. Hvað í ósköpunum er ég eiginlega að gera???

En loksins – eftir mikið grúsk, fálm og pat hef ég smíðað mér rannsóknarspurningu – og bíð nú spennt eftir að rekast á næsta fórnarlamb sem álpast til að spyrja „hvað ert þú svo að gera“!!

múhahahahhahaa……

smá hint hér (fyrir þá sem geta ekki beðið)

„That is the difference between being just a woman designer or being a feminist designer. It doesn’t mean that you are always work ing on feminist content, it means you think about, more broadly, women as a category and how that cate­gory is used against women, wher ever they are, on a socioeconomic level in a globalized world. That, to me, is feminism. It was never about me, what ever “me” or “I” is. It is about “we.” – Sheila de Bretteville

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: