Grágæsamóðir! ljáðu mér vængi…

á Listasafni ASÍ er frábær sýning á verkum Hildar Hákonardóttur. Á efri hæð hússins er vefnaðarverk af skáldkonunni Huldu sem kvenfélag S- Þingeyjasýslu hafði falið listakonunni að vinna. Í sýningarskránni segir: „[að] Hildur vildi leggja út af ljóði skáldkonunnar: Grágæsamóðir! ljáðu mér vængi, svo ég geti svifið suður yfir höf. Tillögur hennar féllu ekki í góðan jarðveg, kvenfélagskonur vildu engar gæsir, þær væru ekki vel séðar. Það varð því úr að Hildur ákvað að vefa portrettmynd af Huldu og gaf kvenfélaginu verkið. […]“

Verk Hildar eru sterk og ættu að tala til flestra kvenna.

Ég hef aldrei verið góð í að leggja á minnið bókmentatexta, höfunda eða jafnvel titla, en ljóðið hennar Huldu hefur setið fast í mér síðan ég var látin þylja það upp í barnaskóla. Það er einhver samkvenleg reynsla eða samkvenlegur tregi í verkum Huldu og Hildar sem væri gaman að kanna nánar.

,,Grágæsa móðir! ljáðu mér vængi”,
svo ég geti svifið suður yfir höf.
Langt í burt ég líða vil,
ljá mér samfylgd þína!
Enga vængi á ég til utan löngun mína,
utan þrá og æskulöngun mína.
Lof mér við þitt létta fley
lítið far að binda;
brimhvít höf ég óttast ei
eða stóra vinda.

Eftir mér hún ekki beið,
– yst við drangann háa
sá ég hvar hún leið og leið
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa, bláa.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: