Grindin komin… eða svona…

Það er ótrúlegt hvað það getur tekið langan tíma að búa til strúktúr – ég verð að viðurkenna, ég hef sjaldan unnið svona skipulega eins og í þessari ritgerð – en samt finnst mér ég aldrei hafa verið jafn óskipulögð??? Undarlegt.

Annars tel ég það vera ómetanlegt tákn að í hvert skipti sem ég skrifa orðið efnisGRIND á lyklaborðið slæ ég alltaf inn orðið efnisGIRND – þetta er auðvitað ekkert annað en fyrirboði um gott efni.

En svona líta s.s. línurnar út – (nú krossum við fingur upp á að grindargliðnunin geri ekki vart við sig):

Markmið – rannsóknarefni:

Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að rannsaka og kortleggja sjónræna menningu (e. visual culture) í íslenskum samtíma-hversdagsleika út frá sjónrænni menningarfræði með áherslu á femínískar kenningar (‘góð hönnun er femínísk hönnun’).  

Hver er staða sjónrænnar menningar í íslensku samhengi og er eitthvað til sem heitir sjónræn íslensk menning?

Sjónræn menning er hversdagurinn – raunveruleiki okkar þar sem áhorfið/sjónin (e. the look) hefur náð yfirburðarstöðu gagnvart öðrum skilningarvitum (t.d. heyrn, þefskyni og snertingu). Eftir hinn mikla viðsnúning frá ritmáli yfir í áherslu á myndmálið (en þessi viðsnúningur er oft nefndur ‘hin sjónrænu hvörf’ (e. the pictural turn) í sjónmenningarfræðum) þá hljóta að vakna spurningar um vald og misnotkun. Hvað er gert sýnilegt og hvað er falið? Hvaða menningarsögulegu sjónarmið eru ríkjandi og sífellt endurframleidd á meðan önnur birtast okkur ekki?

Hin aukna áhersla á sjónræna þætti eins og ímyndir, framsetningu og myndmál vekur því upp spurningar um þá sátt sem ríkir í samfélaginu um þær staðalmyndir sem eru styrktar af  hverskonar sjónrænni framsetningu. Hversdagurinn er þannig (aðallega) samansettur af sjónrænum þáttum sem skapa og viðhalda fagurfræðilegum gildum, staðalímyndum og stigskiptingu samfélags. Gagnrýninn lestur/hugsun á sjónræna menningu er því mikilvægari en aldrei fyrr.

Efnisgrind:

Inngangur.

I. hluti . Teóría.

 • Hvað er sjónræn menning?
 • Sjónræn menning og grafísk hönnun – miðlun/viðtökur/skynjun, framsetning/fagurfræði.
 • Sjónræn menning og femínismi. Mýtur, ímyndir, minni og staðalmyndir.
 • Sköpun eða sköðun? Mörkin á milli sannfæringar og áróðurs í grafískri miðlun.

II. hluti.  Greining. 

 • Sjónræn menning í íslenskum samtímahversdagsleika.
 • Leturgerðir (skynjun á orðið í letri og myndum).
 • Auglýsingar (með áherslu á ímyndir + neyslumenningu).
 • Dagblöð.
 • Skilti.
 • Umbúðir.
 • Niðurstöður – samantekt.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: