Safnað í sarpinn

Stundum tekur maður tarnir – í að lesa góðar bækur, heimsækja vini, halda veislur – eða fara á söfn og listasýningar. Ég hef verið mjög ódugleg við þetta allt saman sl. árið – en reyni þó.

Í vikunni hef ég þó vegið all nokkuð á móti þessari leti og kíkt á nokkrar góðar sýningar í bænum:

Grasrót IX í Nýló – mjög skemmtileg sýning og á vel við þær pælingar sem ég er með í sambandi við ritgerðina þ.e. hversdagslegar glefsur og sjónræn element sem brjótast fram og vekja hjá okkur ákveðnar tilfinningar (eru þetta ekkert nema textatengsl?)

Sýninging „Hraðari og hægari línur“  í Hafnarhúsinu er ágæt – en það er alltaf erfitt að skoða verk á opnunum  – svo mikið af hanastélum að sperra sig út um allt 😉 Umræður um skynjun okkar á ólík strik og línur var áhugaverð og klámteikningarnar í byrjun sýningar leystu um formlegheitin – það var skemmtilegt! Hildigunnur Birgisdóttir er líka með áhugaverða sýningu í hliðarsalnum og Ósk Vilhjálmsdóttir afhjúpaði innsetningu sína Tígrisdýrasmjör í A-salnum.

Helgi Þórsson

 

Roni Horn opnaði fallega sýningu á ljósmyndum í i8 – sterkar og fallegar myndir.

Frá sýningun Roni Horn í i8

 

Svo er bara að skella sér á Kjarvalsstaði í dag  og sjá þessa sýningu

 

Góðar stundir – eða good times eins og sumir myndu orða það

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: