Nagandi samviskubitið…

Svona á u.þ.b  á hálftíma fresti íhuga ég að hætta þessu grúski mínu – já ég veit tilvistarkreppa á hæsta stigi og lúxusvandamál nútímamannsins og allt það. En svona í alvöru – hver er tilgangurinn? Þeim mun meira sem ég safna í sarpinn þeim mun flóknara verður þetta allt saman.

Að allt öðru…. eða kannski ekki…

Ég sá brot af þættinum „Djöflaeyjan“ í vikunni þar sem var verið að taka viðtal við leikkonuna og leikstjórann Pernillu August, konu á besta aldri. Hún var m.a. spurð að því af hverju hún væri að færa sig sífellt meira úr því að leika og yfir í leikstjórn, af hverju núna en ekki fyrr.

Svarið var blátt áfram: „Því fyrst núna hef ég tíma. Með þrjú börn og stöðugar kröfur um hina [fullkomnu] nútímakonu hef ég ekki haft samvisku né tíma í að byrja fyrr. Nú er yngsta barnið mitt orðið 18 ára og mér finnst ég loksins geta gefið fullkomlega af mér í leikstjórnina – því leikstjórn krefst þess.“ Síðan hló hún dátt og velti því upp að þetta samviskubit virtist ekki naga karlkyns leikstjóra.

Ég held að þetta sjálfskapaða – samfélagslega samviskubit konunnar/móðurinnar sé verðugt rannsóknarefni!

góðar stundir

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: