Svikið loforð.

Ég var búin að lofa sjálfri mér að byrja að skrifa af hörku í október – og byrja í dag, en sökum hversdagslegra atvika: gubbupest hjá einum af krökkunum, jarðaför og hvolpanámskeiðs-útskrift, leyfi ég mér einn dag í viðbót í lestri – svona milli stríða.

Já -hið margbrotna hversdagslíf.

Eða eins og góð kona sagði við mig í gær „ég hef ekki enn upplifað einn dag í mínu lífi sem hefur verið eins og bíómynd- eða auglýsing“.

Mitchell er kominn á hilluna og nú glugga ég í The Everyday Life Reader – ritstj. Ben Highmore.

Þarna er samansafn greina um hversdagslífið og kenningar tengdu efninu. Þetta er önnur bókin sem ég les eftir Highmore – og báðar bókakápurnar sýna ljósmynd af hversdagslegu (?) borgarlífi á 7. áratugnum – sem er frekar skrítið þar sem bæði ritin kom út árið 2002.

Er Highmore að benda á að erfitt sé að greina samtíma sinn? erum við alltaf nokkrum áratugum á eftir? Af hverju er ekki mynd af borgarlífinu árið 2002 framan á bókunum?

 

 

Við drögum sífellt upp nostalgískar myndir sem vekja upp þrár eða ótta í dulvitundinni. (jeps – er að lesa Freud með)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: