Kona eða loðin dýr

Mitt í miðjum skrifum mundi ég allt í einu eftir fullyrðingu kennara míns, Ole Munk, en hann kenndi dagblaða-hönnun við Den Grafiske Höjskole. En hann sagði:

„Til að fanga augu lesandans þarf að vera á forsíðu dagblaðs:

– mynd af kvenmanni (helst frægum) og/eða

mynd af loðnu dýri (helst af hundi eða ketti).

Eða öllu heldur, dagblöð sem birta slíkar myndir á forsíðu seljast best“

Ég hef í raun aldrei efast um þessa staðhæfingu hr. Munk enda veifaði hann markaðs- og sölutölum þessu til rökstuðnings.

Hins vegar er einhver ástæða fyrir því að nú – 8 árum seinna, sit ég og rifja upp þessi orð kennarans. Það er áhugavert að skoða hvernig hr. Munk taldi að ‘fanga’ þyrfti athygli lesandans – að ofgnótt mynda og tákna í hinu hraða upplýsingasamfélagi væri það yfirgengilegt að holar ímyndir (myndir sem vísa í ekkert) þyrftu til að fá vafrarann (the browser) til að staldra við, taka upp dagblaðið og lesa það!

Er þá þjóðfélagsþegninn ekkert annað en dofinn einstaklingur sem stjórnast af hefðum samfélagsins? Staldra ég frekar við forsíður dagblaða sem birta myndir af frægum konum eða loðnum dýrum (hvað með frægar, loðnar konur?)? Og af hverju frægar konur og af hverju loðin dýr (helst hundar eða kettir)? Af hverju ekki frægir karlar og/eða skriðdýr? (ekki er ætlun mín að móðga neinn með því að stilla þessu tvennu upp saman)

 

Öll okkar sýn er huglæg og alltaf bundin í sjónarhorn. (sjá t.d. Chris Jenks: Visual Culture og grein Úlfhildar Dagsdóttur í Ritinu 1/2005: „Það gefur auga leið“). Þannig geta hinar hversdagslegu yfirborðsmyndir verið merkingarbærar og haft áhrif á okkur.

Viðspyrnan hlýtur því að felast í hinu virka áhorfi okkar (Michel de Certeau og kenningar hans um taktík og hinar litlu andspyrnur í hversdagslífinu eru heillandi viðfangsefni sem ég mun útskýra von bráðar)

góðar stundir

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Kona eða loðin dýr

  1. […] konum og/eða loðnum dýrum á forsíðu dagblaða – hann taldi það nánast nauðsynlegt. Hér var ég eitthvað að fjalla um […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: