Megalopolis

Þetta er flott orð, MEGALOPOLIS – varð að fletta því upp því ég er að lesa inngang að riti Michel de Certeau: The Practice of Everyday Life. Ég ætla að fjárfesta í þessari bók – sem er meira að segja til á rafbókarformi.

Þessi hugtök í texta de Certeau vöktu mig til umhugsunar (skilgreiningar hans eru innan sviga);

  • bricolage (the artisian-like inventiveness)
  • tactic (which must constantly manipulate events in order to turn them into ‘opportunities’) en í þessum gjörðum felast hinar litlu andspyrnur gegn
  •  ríkjandi (opinberum/viðurkendum) kerfum (strategy)
Er hægt að skoða vef eins og flickmylife.com út frá kenningum de Certeau um hinar litlu andspyrnur í hversdagsleikanum sem ýta við okkur og vekja okkur upp úr doða hins skilgreinda neytanda (e. consumer) og gerir okkur að notendum (e. users)?
Á vefnum er samansafn mynda þar sem hversdagslegir hlutir á borð við skilti, auglýsingar og myndir sem birst hafa í fjölmiðlum (stafrænum og á prenti), eru notaðar á skapandi/annarskonar hátt en talið er viðeigandi – normalt. Þetta eru hversdagslegir hlutir sem skapa það sjónræna landslag sem við búum í – hvað gerist þegar ‘potað’ er í þetta kerfi – þennan (raun)veruleika?
Hér eru nokkur dæmi:
Bleiku brjóstin eru í miklu uppáhaldi hjá mér (skæruliða prjón í umhverfinu eða prjóna-graff, sem strax var innlimað í stragetíuna eða inn í átakið „bleika slaufan“ til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini – eða eins og segir í fréttinni tengdu þessu

„Þetta fær að vera hjá okkur á meðan átakið er í gangi,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Ó já, aftur að byrjun þessarar færslu: orðið þýðir samkvæmt ensk-íslensku; RISASTÓRBORG, flott ekki satt 😉
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: