Fallegt prjónlesi?

 

Það væri ágætis hugmynd að útbúa prjónamunstur upp úr þeim athugasemdum sem ég hef fengið á ritgerðina (!)

En þetta er allt að koma – það er frelsandi tilfinning að hrökkva í gírinn eftir nokkrar vikur í villu og svima – angist og geðshræringu. (T.d. spyr sá yngsti á heimilinu (5 ára) nokkkrum sinnum á dag „eftir þessa RITGERÐ er þá mamma ekki örugglega búin að vera í skóla?“)

Ég er þó enn að skrifa fyrsta kafla, þetta verður þá bara einn flottasti fyrsti kaflinn sem um getur, þannig að femínískar kenningar fá enn að sitja á hillunni (írónískt nokk) – en í næsta kafla ætla ég að taka fyrir femínisma og sjónmenningu hversdagsins.

En fyrst þarf að klára fyrsta kafla…Þetta er svolítið sama tilfinning og að rekja upp prjónlesi – maður veit hvað þarf að gera til að halda áfram – en svo er bara að nenna því.

Á leslista dagsins er: (fyrir utan Michel de Certeu)

Susan Sontag, Martin Jay og smá Crary (ef ég nenni), því mig vantar að stoppa í smá göt.

En á kvöldin þegar augun eru orðin þreytt sest ég með prjónana, horfi á Rome 1. seríu – og plotta heimsyfirráð eða dauða!

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: