Framsetningar

Það skiptir máli hvernig hlutirnir eru framreiddir – myndir og textar, myndir við texta og textar á myndum, myndir án texta …. o.sv.frv. – við erum föst inni í heimi tákna og ímynda – og sífellt bætist í þéttofinn vefinn. Hversdagur okkar er sjónræn upplifun þar sem okkur hættir til að taka því sem fyrir augu ber sem náttúrulegum hlut  – það sem við sjáum – dags daglega – verður að lokum normið!

En menningin er framleidd og framreidd eftir ríkjandi gildum og hefðum hverrar menningar – það er ekkert eðlilegt við menninguna rétt eins og það er ekkert eðlilegt við kynbundinn launamun.

Ég gríp Fréttatímann frá í gær og skoða umfjöllun um bókamessuna í Frankfurt: „Glatt á hjalla á Íslandsmessu“ – þetta er ljósmyndasyrpa – með örstuttum textalýsingum við hverja mynd og sjónarhornið er „flugan á veggnum“  – þetta er raunsætt sjónarhorn.

Þarna eru menn með titla; Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri, Jón Kalman rithöfundur, Egill Helgason fjölmiðlamaður, Gnarr borgarstjóri (en samkvæmt myndatexta las hann m.a. upp úr ljóði eftir Vilhjálm frá Skálholti) … þarna er líka mynd af Steinunni Sigurðardóttur í sjónvarpsviðtali … hún er skælbrosandi (við eigum víst að vita að hún er rithöfundur, enginn titill eftir nöfnum kvenna hér).

Neðst í vinstra horni myndasyrpunnar er sérkennileg mynd – þetta er ljósmynd af skjá á kvikmyndatökuvél – í litla skjánum sést móta fyrir konu að halda ræðu – í móðu og langt í burtu er annar skjár  – stór sjónvarpsskjár sem sýnir þessa sömu óljósu mynd af konunni. Í myndatexta stendur:

„Guðrún Eva Mínervudóttir var hinn opnunarræðumaður Íslands. Hún var í hvítum kjól og komin sjö mánuði á leið.“

Það hlýtur að vekja mann til umhugsunar hverning allar þær birtingarmyndir og þær ímyndir sem fjölmiðlar framreiða og framleiða á degi hverjum fyrir okkur lesendur – móta menningu okkar og styrkja ríkjandi stigskipulag og valdaformgerð. Það að ætla að við lesendur – við notendur menningar, höfum meiri áhuga á líkamlegu ástandi og klæðavali Guðrúnar Mínervudóttur heldur en inntaki þeirrar ræðu – orðanna sem þessi færi rithöfundur valdi að setja saman í tilefni Íslandsmessunnar, skýrir ef til vill ekki kynbundinn launamun – en það sýnir þá menningu sem hann sprettur úr.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Framsetningar

 1. kristin skrifar:

  vá – þetta er FÁRÁNLEGT – ég er einmitt búin að taka eftir þessu sjálf. Um daginn
  fór ég í gegnum eitt þeirra fríblaða sem kemur hér inn um lúguna og ákvað að prufa að telja hvað væru margir menn á mynd á móti konum og já vitið menn, örugglega 70/30 – fleiri karlmenn… þeir voru duglegir íþróttamenn, stjórnmálamenn (misduglegir), frægir menn, leikarar, söngvarar… og svo frv. konurnar voru módelin í auglýsingum – hálf-naktar og sexý … örfáar konur yfir 30 !!! arggg ég get orðið brjáluð á þessu, spurning að hætta líka að lesa blöðin, þar sem no-TV hefur aðeins bjargað geðheilsunni 😉 keep up the good work Tóta – xxx

 2. mylsnur skrifar:

  Það er líka áhugavert að skoða auglýsingar í fjölmiðlum og menningarlegt forræði sem birtist þar -ímynd; konunnar, karlmannins, fjölskyldueiningarinnar, hins heilbrigða líkama….er þannig búin til í sett fram í ýmsum miðlum – t.d. í auglýsingum.

  Lífís birtir t.d. heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í morgun. Þar er teiknuð upp (bókstaflega) mynd af Foreldrum sem halda á ungabarni, ung kona (en hún heldur á barninu – það er klætt í blátt) og ungur maður. Á myndinni eru örvar sem benda annars vegar á manninn og hins vegar á konuna við örvarnar standa setningar sem eiga að lýsa því hvernig sé að vera ábyrgt foreldri. Hér eru nokkur dæmi:

  KONAN: Rækta líkama og sál – MAÐURINN: Afla sér þekkingar -(örvar benda á höfuð).

  KONAN: Halda góðri rútínu – MAÐURINN: Axla ábyrgð (örvar benda á herðar).

  KONAN: Sýna tillitssemi – MAÐURINN: Deila verkefnum á heimilinu (örvar benda á hendur)

  KONAN: Hvílast vel – MAÐURINN: Stappa stálinu í aðra þegar á móti blæs (fætur)

  KONAN: Vera jákvæð – MAÐURINN: Sýna tómstundum annarra í fjölskyldunni áhuga (fætur)

  Hin kvenlegu hlutverk eru talin „mjúk“ og „náttúruleg“ og notuð eru orð eins og rækta, búa í haginn, hvílast, sýna passlegan aga.

  Hin karllegu hlutverk er lýsa þeim sem er ríkjandi (líkt og forstjóri yfir fyrirtæki) og stragetísk orð eins og skipulag, að deila verkefnum, stappa stálinu í, að hvetja áfram, eru áberandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: