Jafnréttisdagar og það á afmælinu mínu

Ég eyddi afmæliskvöldinu mínu í hópi góðra vina á málþingi Jafnréttisdaga í Nýló

„VINKLAR“ kallaðist atburðurinn og var sannarlega skemmtilegur.

Þar kom fram margt athyglisvert; Dr. Hlynur Helgason fjallað m.a. um kvenlæga og karllæga sýn og var góður í að draga upp myndrænar líkingar í fyrirlestrinum þannig að hann birtist manni fyrir hugskjótum þegar ég rifja hann upp núna, t.d. líkir hann vestrænum aðferðum í vísindum við skæri sem klippa allt í sundur og rannsaka óháð tengingum við allt annað. Fjallað var um móttökur almennings (?) við tímaritinu Endemi – en út frá Facebook ummælum mátti draga þær ályktanir að tímarit um samtímalist íslenskra kvenna þætti ekki æskilegt – þetta var nokkuð skondið að heyra….

Áslaug Einarsdóttir, mastersnemi í mannfræði, var með áhugaverða hugleiðingu um hin öruggu rými – þarna sperrti í ég náttúrulega upp eyru (og augu) því ég er einmitt að reyna að finna rými (múhahhaahh) fyrir þessar pælingar í 2. kafla ritgerðarinnar. Hugleiðing Áslaugar spratt upp  frá kven-uppistandi nokkru en þar kom fram að hópur kvenna sem hafði ekki hætt sér inn í hinn karllæga heim uppistandsins (bara íslenskað orðið ef þrungið karllægum vísunum) fyrr en þær höfðu æft prógrammið sitt í „öruggu rými“ vinkvenna og annarra kvenkyns uppistandara. Spurningin var því – þarf að skapa fleiri örugg rými minnihlutahópa? Og hvað telst til öruggra rýma?

Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur, var síðan með hugvekju í lokin um jafnrétti, hvarf móðurinnar og allt hið hversdagslega (böl?) sem hægt er að ímynda sér. Kristín byrjaði á að fækka smá fötum (var klædd í óheyrilega mikið af treflum og í lopapeysu, leitaði í töskunni sinni eftir pappírum og skapaði smátt vandræðalega stemningu, tók síðan upp myndavél og byrjaði að smella af -okkur hinum – þannig snéri hún vandræðaganginum við og við vorum orðin að viðfangsefninu, það var verið að horfa á okkur. Algjör snilld! – hún er rokkstjarna prósans – það finnst mér. Enda hef ég sjaldan verið viðstödd upplestur, eins og þarna, þar sem áheyrendur klappa „meira, meira – ekki stoppa“ í miðjum klíðum.

Ég man þegar ég kynntist texta Kristínar fyrst – þá las ég „Dyrnar þröngu“ – ég var í MH og í bölvaðri uppreisn við því sem þar þótti „flippað“ eins og t.d. að fá að lesa Tolkien í ensku og Einar Má í íslenskum bókmenntum….sorrý ekki alveg nógu sexý þegar maður er 17…

Nú er ég búin að draga bókina fram aftur og ætla að lesa hana við tækifæri – hún verður góður innblástur fyrir ritgerðina.

„Að þiggja ekki um of“

Eitt sinn voru maðurinn minn og ég á strunsinu um
bæinn. Með dóttur okkar litla. Maðurinn minn hélt á
henni í fanginu. Jólin voru í nánd, greniilmurinn í loftinu
og hitinn frá kertaljósunum. Þetta var snemma kvölds,
búðirnar opnar og Laugavegurinn skartaði sínu besta. Allt
í einu sagðist maðurinn minn ekki tíma að gefa mér
jólagjöf í ár og var ekkert að grínast með það að hann
nennti því ekki heldur. Ég varð svo hamingjusöm að ég
kyssti hann og faðmaði að mér. Mig langaði helst til þess
að henda stelpunni í pössun og fara að gera eitthvað æsandi
því á þessari stundu var maðurinn minn sannur karlmaður
sem var ekki sí og æ að sleikja mig upp. 

(úr Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur, bls. 69)

Ég fagna 34 árum og held áfram í pælingum um hversdagsleikann, rými – opinber og einka – og allt það sem telst öðruvísi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: