Nýtt líf

Í framhjáhlaupi heyrði ég í útvarpinu um daginn – þar var verið að taka viðtal við nýútskrifaðan mastersnema í félagsfræði, Báru Jóhannesdóttur. Í ritgerð sinni hefur hún rannsakað  birtingarmynd kvenna í tímaritinu Nýju Lífi á árunum 1978-2009.

Á Skemmu má lesa ritgerðina – þetta er vægt sagt mjög áhugaverð lesning sem ég mæli með.

“ Birtingarmynd kvenna í  Nýju Lífi hefur breyst með árunum.  Í dag virðist sem konur hafi öðlast meiri gerendahæfni en áður og að karlar hafi ekki eins leiðandi hlutverk nú og áður. Samt er hegðun eins og að snerta hluti eða sjálfan sig talin eðlileg og algeng á forsíðum, í auglýsingum og í tískuþáttum tímaritsins á öllum áratugunum. Enn er litið á konur sem mjúkar og fínlegar, öfugt við karlmenn (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004).  Að snerta sig eða hluti er talin eðlileg hegðun og það er afar áhugavert því hegðunin hefur viðhaldist. Þetta gæti tengst því sem Foucault fjallaði um í sambandi við vald, hvernig að konur enduruppgötva  sig í gegnum skilgreiningar sem samfélagið setur þeim og þær kaupa sér ímynd með því að nota snyrtivörur, kaupa sér föt og birtast naktar í tímaritum. Bourdieu sagði að við gætum hreyft okkur innan samfélags og breytt hlutunum  en til að geta tekið upplýstar ákvarðanir  yrðum við að vera vakandi fyrir því hvaðan upplýsingar, þekkingin og valdið koma. Hverra erinda við göngum því hugmyndakerfi, táknrænt vald og orðræða eru allt nátengd hugtök og tengjast beint feðraveldinu. Við styrkjum feðraveldið með hegðun okkar, hvernig við túlkum ljósmyndir og þannig viðhöldum við því sem er talin eðlileg hegðun.“

– Bára Jóhannesdóttir, bls. 75.

Í útvarpsviðtalinu var líka rætt við núverandi ritstjóra tímaritsins, Þóru Tómasdóttur. Þar sem hún var skilgreind sem „yfirlýstur femínisti“ (hér verður þó að taka fram að hún vildi ekki tala fyrir „hóp femínista“ hún væri fyrst og fremst ritstjóri/stýra ) er eðlilega sú krafa lögð á hana að leggja áherslu á að umbylta þeim hefðum og gildum sem tíðkast hafa í fjölmiðlum hvað varðar birtingarmynd kvenna. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu tölublöðum. Ég hjó þó í þau ummæli Þóru þegar kom að auglýsingunum – að þangað næði ritstjórnarlegt vald hennar ekki – án auglýsingann væri einfaldlega ekki hægt að reka blaðið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: