Versage og plastdúkkuímyndin

Nýjasta auglýsing Versage fyrir vetrarlínuna fyrir H&M 2011 þykir flott (samkvæmt Pjattrófum og fleirum)

Hana má sjá hér.

Það er áhugavert að skoða þessa auglýsingu með nokkur hugtök á milli eyrnanna:

  • hlutgerving – konan sem fjöldaframleidd vara
  • konan sem plastdúkka (Freud og hið óhugnalega myndi nýtast vel hér til greiningar)
  • konan sem viðfang eftirlitsins – eða fórnarlamb glápsins (e. the gaze) (hvað eru mörg augu að sjá hér?)
  • hið ógnvænlega gert eftirsóknarvert (yfirvofandi ofbeldi, í þessu tilviki skuggi sem eltir stúlkuna upp tröppurnar, er orðið algengt þema í tískuauglýsingum)
Það er síðan athyglisvert hvernig megin þema auglýsingarinnar er að sýna konuna sem fórnarlamb, tilraunardýr, strengjabrúðu, innilokað dýr í heimi tískunnar/markaðarins.

Margir vilja meina að það sem ber fyrir augu í hinu hversdagslega (og sjónræna) umhverfi okkar hafi ekki þýðingu, hafi ekki áhrif. „Ég horfi aldrei á þessar auglýsingar – fer e-ð annað þegar þær birtast í sjónvarpinu og fletti yfir þær í blöðunum“ þetta er algengt viðhorf sem ég heyri ósjaldan. Það breytir þó því ekki að sú sjónmenning sem við búum við er í stöðugri samræðu við menningu okkar – mótast af menningunni sem við lifum í, er raunveruleiki okkar.

Í kommentakerfinu fyrir neðan þessa auglýsingu á YouTube rak ég augun í þetta:

„I love this commercial one of my favorites. I would love to work for Versace but I am too short for male modeling which suck because I was scouted when I was 13 I just din’t grow to be 5 11′ so now they say no your too short for us.“

Mér dettur í hug texti sem ég var að lesa í nýrri bók Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin, bls. 139:

„Í þessu sambandi er vert að benda á að það er nokkuð algengt stef í tískumyndum, bæði auglýsingum og tískuþáttum glanstímarita, að sýna konuna sem einskonar dúkku eða gínu. Þetta er gert með ýmsu móti, stundum er það áferð myndarinnar og fatnaðarins sem skapar tilfinningu fyrir gervi, eða hreinlega plasti, í öðrum tilfellum er konan sjálf plöstuð á einhvern hátt, mökuð efni sem gerir húð hennar gljáandi og óraunverulega. Þessi birtingarmynd kvenlíkamans á sér rætur aftur á 18. öld en þá var blómaskeið vaxlíkana í kjölfar aukinnar áherslu á könnun og kortlagningu líkamans.“

Ein hugrenning um “Versage og plastdúkkuímyndin

  1. […] dettur líka í hug hér að rifja upp þennan eldri pistil hér á Mylsnum – en þar fjalla ég m.a. um auglýsingu Versage fyrir H&M – […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: