Myndmálið skiptir máli!

Ég þreytist ekki á því að benda fólki á þetta, sérstaklega þegar einhver segir mér að myndir við texta séu í raun (tilgangslaus) uppfylling eða skraut.

Þeir sem vinna við að hanna eða setja upp prentað efni eða stafrænt vita að í dag er það nær ómögulegur gjörningur án þess að notast sé við myndefni líka – og myndefnið segir söguna til jafns á við hinn ritaða texta (í sumum tilvikum, eins og t.d. dagblöðum þarf myndmálið að tala til skimandi augna lesandans og reyna að draga athygli hans að meginmálinu eða textanum).

Við erum sífellt að bæta í þá ofgnótt ímynda sem umlykja okkur. Í grein Lauru Mulvey um hina sjónrænu nautn og frásagnarkvikmyndina stendur m.a.:

„ [Í ritgerðinni] er þar haft að leiðarljósi hvernig kvikmyndir endurspegla, birta og gera jafnvel út á fastmótaðan skilning samfélagsins á mismun kynjanna en hann setur jafnframt mark sitt á ímyndamótun, erótískt augnaráð og sjónarspil innan þeirra.“

– Laura Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“

Í fréttum sl. daga hefur verið nokkur umfjöllun um klámkvöld (eða ok  – Dirty Nights) á skemmtistað nokkrum í Kópavogi. Nú síðast er það þetta innlegg á fréttasíðu Rúv, frá samtökum ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, en þeir hafa sent frá sér ályktun:
„Í ályktuninni er gerð athugasemd við að jafnréttis- og mannréttindaráð bæjarins hyggist kæra sóðakvöldið til lögreglu, með tilvísun í lög nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla. Stjórn Týs fái ekki séð að sú lagagrein eigi við í þessu tilfelli „þar sem hvorugu kyninu er misjafnað“.

Með fréttinni sem birtist á heimasíðu RÚV fylgir þessi mynd:

Ég stoppaði við setninguna sem vitnar í ályktun ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, horfi á myndina – og velti því fyrir mér hvernig hægt sé að halda því fram að „hvorugu kyninu sé misjafnað“ á tilteknu Sóða-kvöldi í Kópavogi???

En hér eru einnig fleiri undirliggjandi lög.

Umfjöllun og myndbirting Rúv í tengslum við umrætt klámkvöld hefur verið með ólíkindum og mætti ætla að megintilgangur fréttaumfjöllunarinnar hafi ekki verið að gagnrýna eða fjalla um andóf gegn téðu klámkvöldi heldur hafi hið „erótíska“ myndmál leikið  aðalhlutverkið í þessu tilviki.

Myndmál skiptir máli – og fjölmiðlar bera á ábyrgð á því myndmáli sem er birt hverju sinni því það: setur mark sitt á ímyndamótun, erótískt augnaráð og sjónarspil innan þeirra.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: