Er stemmning fyrir bollakökum?

Stundum er gott að smætta vandamál samfélagsins niður í eina tiltekna birtingarmynd – í þessu tilviki bollakökurnar (e.muffins) og umræður tengdar þessari stórmerkilegu táknmynd (USA?, móðurímyndarinnar?, húsmóðurinnar????).

Ég veit ekki hvað það er, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þarna, ákkúrat í miðju bollakökunnar, sé e-ð að gerjast eða jafnvel afhjúpast, einhvers konar bakslag jafnréttisbaráttunnar birtist hér í þessu dýrindis augnakonfekti (því hinir hversdagslegustu hlutir eiga stærstan þátt í að viðhalda og styrkja ríkjandi valdaformgerð samfélagsins)….. erum við e.t.v. að sjá upprisu ímyndar hinnar fullkomnu húsmóður (hvarf hún einhverntíma??) á árinu 2011 með tilkomu bollakökunnar?

Í Fréttatímanum í dag (nánar tiltekið á bls. 62, eða bls. 28 í jólablaðinu) er viðtal við konu.

Stór litmynd af konunni (hún lítur eftirvæntingarfull framan í okkur með báðar hendur undir kinn fyrir framan hana eru fagurlega skreyttar bollakökur) stendur við fyrirsögn viðtalsins: „Allir elska konur sem baka – Áhugi á bakstri kviknaði hjá Elísabetu Ólafsdóttur þegar hún eignaðist barn“.

Við hlið viðtalsins er auglýsingamynd af Yoko Ono hún vill koma þeim skilaboðum til okkar að við stjórnum eigin gjörðum – við höfum valdið í okkar höndum („Draw Your Own Map“ en þessi orð standa á Kærleikskúlunni í ár)  en fyrir neðan viðtalið, neðst á síðunni, eru afhoggnar kvenmannslappir sem sýna nýjustu tískuna í skóm, lappirnar virðast í smá stund allar tilheyra stóru myndinni af bakaranum.

Nokkrar stiklur úr viðtalinu:

„Bökunargenið tók við sé um leið og ég varð mamma…“

„Ég hef engan áhuga á að borða það sem ég baka því mér finnst deig t.d. svo ógirnilegt að það drepur niður alla löngun.“

og í lokin:
„Athöfnin við að baka og horfa á aðra borða og segja namm er það sem rekur mig áfram, þannig afla ég mér vinsælda. Ég vil bara vera elskuð, því það elska allir bakandi konur“…

Ég held ég geti barasta ekki beðið eftir árinu 2012!! (myndin hér fyrir ofan birtist á netinu ef slegin eru inn leitarorðið; 50´s women)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: