Kyngervi og letur

Ég hef verið mikið að pæla í þessu….er hægt að tala um kyngervi mismunandi leturgerða (e. gendered typograhpy)? T.d. eru leturgerðir sem teljast ,kvenlegri‘ þ.e. standa fyrir kvenlæg sjónarmið  (sem eru skilgreind út frá fagurfræði og menningu samfélagsins). Eru þessar leturgerðir notaðar í vissu samhengi og þá hvenig? Og hvenær eiga þessi ,kvenlegu‘ boðskipti ekki upp á pallborðið?

Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir að hér er ekkert algild – og fullt af frávikum, en hér er ég aðallega að skoða endurtekningar og ítrekanir í sjónmenningu hversdagsins – þ.e. skoða þá þætti sjónmenningarinnar sem er viðhaldið og styrkt í nafni ,hefða‘ og ,samfélagslegra gilda‘ – hver hagnast  á því?

Með því rannsaka hina hversdagslegustu þætti menningar þarf oft að setja hlutina á haus (sem er meira svona vinnuaðferðir gagnrýnandans) til að afhjúpa það sem e.t.v. telst ,eðlilegt‘ eða ,óbreytanlegt‘ í samfélagsgerðinni (hönnuðurinn þarf að gæta sína að teygja sig ekki út fyrir afmarkað svæði skilgreint af hinni samfélagslegu sátt – þá eiga skilaboðin á hættu að ná ekki til viðtakenda sinna).

Tökum sem dæmi leturgerðir sem líta út fyrr að vera handskrifaðar (náttúrulegri en hið prentaða  letur?) þær tákna yfirleitt hin kvenlægari samfélagslegu sjónarmið – af hverju?  Þetta eru leturgerðir sem sjást aðallega í tengslum við fjölskyldutengdar athafnir (t.d. boðskort, barnauppeldi, o.s.frv.), náttúrtengda umræði, fegurðariðnaðinn, og í tengslum við tilfinningar (ást, gleði, frið)…o.s.frv.

Dæmi, íslensk lógó:

Kröftugar leturgerðir og einfaldar (lausar við skraut) eru þannig taldar lýsa karllægum eiginleikum (samfélagslega skilgreindum) eins og traust, eitthvað rökrétt og trúverðugt. Þessar leturgerðir eru einkennandi á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum, á netinu, hjá stofnunum.

Dæmi, íslensk lógó:

                        

Skynjun okkar og tengingar við þau tákn sem birast okkur t.d. í merkjum stofnanna og fyrirtækja senda okkur skilaboð – það sem er athyglisvert hér er af hverju myndast þessi samfélagslega sátt um að það sem er náttúrulegra (handskrifað, kvenlegra) sé ekki jafn trúverðugt og hin karllægu skilaboð?

Leturgerðir þjóna því mikilvægu hlutverki í sjónmenningu okkar.

Einföld æfing, myndum við stunda viðskipti við þennan banka? Af hverju ekki?

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Kyngervi og letur

  1. já góðar pælingar – ég myndi gefa Arion banka meiri sjens með þetta lógó 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: