Textinn skoðaður innan sem utan

jæja

Nú fer ég að sjá fyrir endann á ritgerðinni … fræðilegi hlutinn er tilbúinn og þá eru eftir þema stúdíur úr sjónmenningu hversdagsins. Skemmtilegt?

Jáhá!

Ákkúrat núna er ég að leggja lokahönd á kaflann sem snýr að leturgerðum eða týpógrafíum. Það er svo ótrúlegt hvernig hægt er að breyta (og hafa þannig áhrif á) skynjun okkar  á inntaki orða með framsetningu þeirra, litum, lögun og uppsetningu.

Sem grafískur hönnuður er ég meðvituð um þetta – sem bókmenntafræðingur er ég hissa á hversu léttvægt eða jafnvel ekkert er tekið mið af þessum atriðum við greiningu á textum. Hin sjónrænu skilaboð textans eru marglaga og svo langt frá því að vera einföld.

Þannig skiptir máli sú fagurfræði sem letur og texti standa fyrir – hver eru skilaboðin og að hverjum beinast þau, hvaða menningarlegu gildi felast í skilaboðunum …. hvaða staðalmyndir eru styrktar, hvað er sýnt og hvað er falið?

Hérna sameinast skýrast þau tvö svið sem ég hef verið að grúska í, grafísk hönnun og bókmenntafræði – textinn skoðaður innan frá og utan.

Bókin Design Writing Research eftir Ellen Lupton (sem er goðið mitt 😉 og Abbott Miller hefur verið nokkurs konar biblía í grúskinu mínu. Þetta er ein af þessum bókum sem er alltaf hægt að grípa í og lesa. Það er líka sjaldgæft að finna rit sem hefur að geyma fræðilega umræðu um grafíska hönnun án þess að fjarlægast efnislega (praktíska) þætti fagsins. Ég vitnaði töluvert í verkið fyrir um 12 árum síðan þegar ég skrifaði b.a. ritgerðina mína í bókmenntafræði um bókakápur og myndmál texta. Og viti menn! nú er hún aftur komin á heimildaskrána í mastersritgerðinni.

Það gladdi mitt litla hönnunarhjarta að sjá að bókin er fáanleg núna á bókasafni LHÍ – ég mæli með þessari:

og hér eru líka nokkrar perlur:

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: