Komin mynd á málið…

Það er svo ótrúlegt hvað hlutirnir verða skýrari þegar þeim er raðað sjónrænt beint fyrir framan augun á manni. Hér koma t.d. nokkur dæmi sem rata vonandi öll í ritgerðina. Hér óma orð prófessorsins Hr. Munks í eyrum mér þegar hann hélt fyrirlestur um nauðsyn þess að birta myndir af konum og/eða loðnum dýrum á forsíðu dagblaða – hann taldi það nánast nauðsynlegt. Hér var ég eitthvað að fjalla um þetta.

Myndirnar hér fyrir neðan eru fengnar úr íslenskum dagblöðum (prentuðum) sl. mánuðinn. Það vekur sérstaka athygli að sjá hvernig konum er oft stillt upp með mjúkum dýrum (og þá yfirleitt í svokölluðum „mýkri“ síðum blaðsins sem snúa að heimilinu, lífstíl, tísku og matargerð) – þær eru oftast sýndar haldandi (móðurlega) á dýrunum þrátt fyrir að meginefni viðtalsins fjalli ekki (í flestum tilvikum) um dýr eða dýrahald?

  

Þetta á líka við um fréttamyndir sem tengjast börnum. Í öllum þeim tilvikum sem ég rakst á myndir af börnum voru það myndir af stelpum og þá yfirleitt  standandi við hliðiná dýrum, haldandi á þeim eða að umvefjandi  þau á einhvern hátt. Ég sá engar þannig myndir af strákum.

      

Nokkuð erfiðara var að finna myndir af karlmönnum haldandi utanum dýru einhverskonar – ég fann reyndar einungis eina þannig og hún var af söngvaranum í Retro Stefson þar sem hann heldur á hvítum kjölturakka. Ef karlmenn eru myndaðir hjá dýrum eru það yfirleitt í tengslum við veiði eða bráð, matseld eða þá að karlmenn eru að kljást/glíma við dýrin (þá eru það yfirleitt stórbeinóttir hundar).

Í auglýsingum er þetta svipað. Hér sést t.d. mynd af þokkdís að auglýsa undirfatnað. Við hlið hennar er búr með þremur (dúnamjúkum) kanínum. Hér má e.t.v. ganga lengra í greiningunni og velta því fyrir sér hvers vegna konan heldur ekki á dýrunum – rækjust þá á hinar helstu staðalmyndir kvenna í fjölmiðlum: dræsan og móðirin?

… og hér virðast dýradaga og kvennakvöld renna saman í eitt:

karlpeningu og dýr…

Og að öðru dúnamjúku… hvað er málið með dýnur, rúm, sængur og lín….. af fjölmiðlum að dæma eru það einungis konur og börn sem nota svoleiðis:

   

Hér tel ég að um merkilega uppgötvun sé að ræða – þó óvísindaleg sé hún ;)…. meira síðar

góðar jólastundir í dúnamjúkri mjöllinni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: