SÍS :)

 

 

„Ekki brosa of mikið því þá er ekki tekið mark á þér –
en ekki gleyma að brosa því annars er gengið fram hjá þér.“

Hér er vitnað í konu sem hefur verið mér mikil fyrirmynd en hún lét þessi orð falla fyrir rúmum áratug síðan.

Mér finnst þessi orð segja svo margt: það er erfitt að stimpla sig úr því klukkuverki sem samfélagið virðist ganga eftir en það má heldur ekki gleyma að það þarf viðspyrnu til að breyta og móta þetta kerfi. (Auglýsingin hér að ofan er síðan 1943)

Hér á eftir eru myndadæmi úr íslenskum fjölmiðlum – yfirskriftin gæti verið „brostu stelpa“ eða eitthvað álíka. Athygli vekur að þegar karlmönnum og konum er stillt upp saman á mynd í dagblaðaviðtali eða í auglýsingum þá virðist bros konunnar vera nauðsynlegt en karlmenn líta út fyrir að vera heldur alvörugefnir (sjá t.d. auglýsingu Bylgjunnar, í Fréttatímanum í dag sé ég að Bylgjan auglýsir annan þátt einungis skipaðan karlkyns þáttarstjórnendum, þeir eru þrír – allir grafalvarlegir).

     

           

   

Það kemur ekki á óvart að flestar þær umfjallanir eða auglýsingar sem snúa að útliti og fegurð birta myndir af  konum – yfirleitt skælbrosandi. Það er s.s. ekkert nýtt og hægt að sjá þessa birtingarmynd kvenna allt frá upphafi auglýsinga og prentaðra miðla.

Síðastliðnar vikur hef ég skoðað prentuð dagblöð og auglýsingar í þeim, með blöðunum fylgja oft svokölluð sérblöð þar sem ýmis starfsemi eða vörur eru kynntar sérstaklega, hér fyrir ofan eru t.d. þrjú dæmi úr þannig blaði sem nefnist Tannhvíttun. Það er fróðlegt að sjá hvernig öll orðræða blaðanna er beint að konum og myndmálið sýnir einnig konur sem brosandi og ánægð viðföng (skoðið einnig myndina hér fyrir ofan sem sýnir aðferðir og árangur tannhvíttunnar, þetta eru allt kvenmansbros). Það er einungis ein mynd af karlmanni í sérblaðinu en hún sýnir karlmanninn sem geranda, höfuð konunnar sem liggur í tannlæknastólnum hefur verið „skorið /kroppað“ frá myndinni:

Ég hvet ykkur til að horfa gagnrýnið á þær skyndi-menningar-afurðir sem eiga þátt í að móta og viðhalda ríkjandi valdastrúktúr í íslensku samfélagi.

 

 

 

Auglýsingar

Ein hugrenning um “SÍS :)

  1. kristinscheving skrifar:

    já ég er alltaf að reyna að hætta að brosa – heilaþvotturinn í æsku og á unglingsárunum stendur sig vel. Hversu oft hefur maður verið í eigin heimi gangandi einhversstaðar þegar að e-r maður ´skipar´ manni að brosa …. oft með kannski einhverri skemmtilegri klisju…, smile love, life is too short.. eða eitthvað álíka.. – hvað ef ég hefði verið að fá einhverjar hræðilegar fréttir.. en jú ég ætti samt að brosa svo að honum liði betur? 🙂 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: