Er ekki 2012 á leiðinni?

Það er ótrúlegt að fylgjast með þeirri bylgju nostalgískra mynda sem dynur nú á. Í sjónvarpinu hafa þættir eins og Mad Man og Pan Am t.d. notið vinsælda, bíómyndin The Help var einnig mjög vinsæl í ár og tískan á götum úti vísar einnig í þetta tímabil eftirstríðsáranna (eigum við að ræða pinnahælana…).

Áhrif þessa sjást líka í íslenskum fjölmiðlum, lýsing, uppstillingar og stílísering ljósmynda í t.d. auglýsingum og dagblöðum birta okkur myndheim 5. og 6. áratugarins og sveipa um hann goðsögulegan blæ (rauðmálaðar brosandi varir blasa við nær daglega – og tannhvíttunin verður allt í einu að nauðsynlegum ,valkosti‘)

Það er undarlegt að verið sé að hylla ákveðið tímabil sögunnar þar sem t.d. misrétti og kynþáttafordómar þóttu ,eðlilegt‘ samfélagslegt ástand og í raun enginn önnur rödd átti upp á hinn opinbera vettvang nema rödd hins hvíta miðaldra millistéttarmanns!

En í nútímanum er dýrkun þessa tímabils klætt í búninginn „við- vitum – að – þið- vitið – að – við – vitum“…. þess vegna megum við setja upp þessar auglýsingar í ljósi þess að þetta var ,fyndið‘ tímabil.

Ruglingslegt? Já, ég held að það sé einmitt markmiðið. Þ.e. að setja fram sömu klisjurnar sem ýta undir það misrétti sem ríkir í samfélaginu undir þeim formerkjum að verið sé að skoða söguna í nú-inu. Sem væri e.t.v. fyndið ef myndbirting t.d. kvenna í fjölmiðlum hefði tekið einhverjum stakkaskiptum sl. áratugina. En svo er nú ekki.

Þrátt fyrir að t.d. auglýsingar, kvikmyndir og sjónvarpsþættir, birtast undir þeim formerkjum að verið sé að vísa í ákveðið tímabil sögunnar, hljótum við að setja spurningarmerki við það sjónarhorn sem enn er haldið  á lofti.

Konan sem viðfang, konan sem passív, konan og áherslan á líkama hennar sem söluvöru.

Hér á eftir eru dæmi um auglýsingar fengnar úr íslenskum dagblöðum sl. vikurnar.

       

    

  

Gleðilegt ár!

Megi 2012 verða ár gagnrýninnar hugsunar.

Auglýsingar

4 hugrenningar um “Er ekki 2012 á leiðinni?

  1. kristinscheving skrifar:

    vel skrifað Tóta mín — en æji mig langar að grenja í dag þegar að ég sé þetta – hvenær hættir þetta bull ;(

  2. mylsnur skrifar:

    Ekki gráta – bara brosa 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: