Móðirin og sú mun(n)úðarfulla

Það besta (versta!) við að rannsaka sjónmenningu í hversdeginum er hinn endalausi efniviður sem streymir nánast óáreittur til mín…. ég hef líkt þessu við að loka augum, bretta upp ermar og draga þannig nærtækasta dæmið úr t.d.næsta dagblaði, af nógu er að taka og í flestum tilvikum er það gagnrýni vert.

Þetta er einstaklega óheppilegt ástand – svona þegar maður er ákkúrat að pakka saman ritgerð um efnið, það er erfitt að setja punktinn – og sífellt blasa við fleiri dæmi sem bara „verða að vera með í ritgerðinni“.

Hér er t.d. eitt gott dæmi (en það fær að fljóta með …. hún er nú ekki komin í prentsmiðjuna ennþá …) sem kallaði á smá næturvinnu og fæddi af sér splúnkunýjan kafla um móðurímyndina sem birtist í auglýsingum:

  

Það er nokkurn veginn tvær gerðir af kvenímyndum sem eru hvað mest áberandi í íslenskum auglýsingum: sú móðurlega og hin munúðarfulla. Þetta tvennt fer þó nær aldrei saman. Munúðarfulla konan er þó oft sýnd þegar vörur fyrir t.d. heimilið eru auglýstar (sjá mynd hér t.v)). Svipur konunnar og áherslan á opinn munn hennar, í auglýsingunni hér, minnir um margt á kynlífsdúkku. Tengslin við lampa og önnur heimilistæki sem eru auglýst hér – eru óljós.

Því er hins vegar öfugt farið í auglýsingunni hér til hægri, en hún sýnir konu ásamt tveimur börnum. Konan heldur utan um stúlkuna en þær horfa báðar (þolinmóðar?, með aðdáun?) á drenginn tala í símtól. Gefið er í skyn að hér sé móðir ásamt börnum sínum og verið sé að tala við einhvern nákominn þeim (hinn fjarverandi föður?).

Textinn segir: „Öll símtöl til útlanda á jóladag á 0 kr.“ Það er athyglisvert hvernig útlit og framsetning auglýsingarinnar vísa í gamlan tíma. Húsgögnin, símtólið og aðrir innanstokksmunir eru gamaldags (það hangir t.d. klukkustrengur á veggnum fyrir aftan drenginn). Hér er því vísað í gömul gildi og þær hefðir sem e.t.v. þykja orðið eftirsóknarverðar, hinn útivinnandi faðir sem er fjarri og húsmóðirin sem hefur það hlutverk að hugsa um börn og bú? Samkvæmt myndmáli auglýsingarinnar má ætla að þessi gildi þyki eftirsóknarverð. Hér er því móðurímyndin allsráðandi en hin munúðarfulla kona er víðsfjarri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: