Stelpur fermast – strákar ekki?

Í póstkassann okkar hrúgast nú (aukalega við allt annað) bæklingar og tilboð er varða fermingar.

Það kemur svosem ekki á óvart þar sem frumburðurinn er ákkúrat á fermingaraldrinum núna.

Í fyrstu hélt ég að markaðsdeildir blómsala og bakara væru svona sniðugar – senda „stelpulegar“ auglýsingar til okkar sem eigum stelpu og svo e-ð „strákalegt“ til þeirra sem eiga stráka… hvað veit maður (annað eins hefur nú verið gert)!

Við nánari athugun komst ég þó að því að svo er ekki og þegar heilsíðuauglýsingin hér að ofan birtist í einu dagblaðanna þá fór ég að pæla: eru það bara stelpur sem fermast?

Myndmál, fyrirsætur og nöfn á kökum, kertum og öðrum „fermingardóti“ virðast gefa það til kynna.

E .t.v. þykir þessi kenning mín fáránleg og ég get sagt með sanni að hún er einungis byggð á tilfinningunni einni saman… en ég get s.s. ekki látið það vera að hugsa um brúðkaup (með áherslu á það ljóta orð) og allt havaríið í kringum það stúss út frá þessu myndmáli sem birtist okkur hér?

Rétt eins og myndmál brúðkaups-auglýsinga og já allur sá iðnaður beinist nær eingöngu að kvenfólki er athyglisvert að sjá hvernig svipað myndmál birtist í auglýsingum um fermingarundirbúningin og umhverfist í kringum stelpurnar eingöngu.

Má því ætla að fermingar séu e-s konar fyrsta þrep hinnar ungu konu (sem um leið er ímyndin um hina hreinu mey) upp að altarinu?

Stúlkur fá allavegna þau skilaboð í gegnum fjölmiðla (og þá aðallega í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og barnaefni) að hamingjuna (og þar með lífsmarkmið) sé að finna í hinni einu sönnu ást/í hjónabandinu – hjá prinsinum á hvíta hestinum.

Því þrátt fyrir dugnað, gott vit og elju þá viljum við víst allar næla okkur  í draumaprinsinn??? eða hvað?

Í framhaldi af þessu vil ég benda á áhugaverða ritgerð Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, „Spegill, spegill, herm þú mér… Birtingarmyndir kvenna í hreyfimyndum Disney og Pixar“, hér birti ég brot úr kaflanum „Beðið eftir prinsinum“ (bls. 50):
„Þótt skortur á mæðrum sé áberandi hjá Disney er þó enginn skortur á móðurlegum
tilfinningum. Einn helsti kostur kvenna í myndunum er einmitt umhyggjusemi og
fórnfýsi – enda er það hreinlega virkni margra kvenpersónanna að styðja og hjálpa
manninum. Jafnvel nýlegri kvenhetjur sem á yfirborðinu virðast vera mun sjálfstæðari
og sterkari en forverar þeirra verða á endanum að beygja sig undir þessar sömu reglur.
Sem dæmi má nefna Fríðu í Fríðu og dýrinu sem virðist upphaflega vera sterk og
óvenjuleg kvenhetja (hún les bækur, hún vill ekki giftast vonbiðli sínum Gaston) en
sættir sig svo við að láta loka sig inni í kastala og leggur að lokum allt í sölurnar til að
kenna dýrinu að verða að manni áður en hún giftist honum. Jafnvel mætti kalla
þetta Stokkhólmsheilkenni á háu stigi. Stærstu kostir hennar felast þegar upp er
staðið í því að fyrst fórnar hún sér fyrir föður sinn og svo fyrir (verðandi) eiginmann
sinn.“

Ég hvet ykkur til að lesa alla ritgerðina – hún er mjög svo áhugaverð.

Góðar stundir.

Ein hugrenning um “Stelpur fermast – strákar ekki?

  1. Dídí skrifar:

    Mér finnast þetta ótrúlega spennandi pælingar hjá þér. Ég held að fólk líti alltaf oft framhjá myndmálinu og afskrifi það í raun – en það er einmitt svo rosalega sterkt allt í kringum okkur og oft hugsa ég að myndmálið verki jafnvel sterkar á fólk en tungumálið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: