Greinasafn flokks: Bókahönnun

….aaaðeins meira um bókakápur…

Líkt og aðrar neysluvörur byggja umbúðir og hönnun bóka, í flestum tilvikum, á þeim markhóp sem verið er að höfða til og verða bókmenntaflokkarnir sífellt fjölbreyttari og fleiri eftir því sem nýir mögulegir neytendahópar myndast á markaði.

Skvísubókmenntir (e. chick lit) og lífstílsbækur fyrir unga herramenn eru dæmi um þær bókmenntategundir sem hafa fest sig í sessi í íslenskri bókaútgáfu. Þessar bókmenntategundir búa yfir táknkerfi myndmáls sem er lýsandi fyrir innihaldið og móta ímynd bókmenntategundarinnar. Myndmálið á kápum íslenskra skvísubókmennta byggir t.d. á erlendum fyrirmyndum sem markast af tölvuteiknuðum myndum, yfirleitt af kvenmanni eða hlutum sem eiga að  vera lýsandi fyrir konur  (skór, snyrtivörur, innkaupapokar, hanastél o.þ.h.). Það er athyglisvert að sjá hvernig þetta myndmál skvísubókmenntanna hefur færst yfir á aðrar neysluvörur eins og t.d. á umbúðir mjólkurvara.

  

Það ætti ekki að koma á óvart hvernig íslenskar bókakápur halda á lofti hinum ýmsu staðalmyndum sem eru ríkjandi í sjónmenningu hversdagsins, þær sömu og birtast okkur t.d. í auglýsingum og dagblöðum. Lífstílsbókmenntir geta þannig styrkt ákveðnar staðalmyndir samfélagsins en einnig geta þær afhjúpað þessar birtingarmyndir eins og bókin Hola, lovers: hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur gerir á myndrænan og beinskeittan hátt.

 

góða stundir

Að dæma bókina….

„Um daginn var hér í dálkunum minnzt á morð- og klámkápur þær, sem bandarískir bókaútgefendur öðrum fremur búa bækur sínar í […]. Menn geta semsé orðið nokkru vísari um menninguna með því að skoða bókakápur.“[1]

Jæja þá kom loksins að því – bókakápukafli ritgerðarinnar er kominn á sinn stað.
Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessum ritgerðarskrifum er að maður á EKKI að vera að geyma uppáhalds umfjöllunarefnið þar til síðast….kaflinn sem átti að vera svo skemmtilegur og flottur og ég hef geymt sem gulrót var allt i einu farinn að væflast fyrir mér – af hverju? jú- ég hefði getað skrifað aðra mastersritgerð um efnið 🙂
Ég er forfallin áhugamanneskja um útlit og framsetningu bóka – hef hannað þær nokkrar skrifaði B.a. verkefni um þær og geri mér því vel grein fyrir því flókna táknkerfi sem bókakápur búa yfir.
Með því að skoða myndmál, liti og leturgerðir bókakápa með gagnrýnum augum koma í ljós endurtekningar á hinum ýmsu, sjónrænum, þáttum sem ýta undir algengar staðalmyndir um t.d. hlutverk kynjanna
Flestar þær íslensku bækur sem ætlaðar eru börnum og unglingum eru þó kynntar sem bækur fyrir bæði kynin. Hér stangast þó oft á myndmál bókanna á við hið yfirlýsta markmið um halda uppi jafnréttissjónarmiðum í bókaútgáfu.
   
Barna- og unglingabækur sem tengjast heimilishaldi eða matreiðslu og eru jafnvel hugsaðar fyrir „alla fjölskylduna“ birta í flestum tilvikum einungis myndir af stúlkum og ,handskrifaðar‘ leturgerðir og litir vísa í ,kvenlegri‘ þætti sjónmenningar. Þær barnabækur sem fjalla t.d. um tækni og vísindi, íþróttir eða spennu virðast frekar birta myndir af strákum eða karlmönnum á bókakápu og endurspeglar líkamsstaða og svipbrigði þeirra oft stolt, áræðni og mikið sjálfstraust.
    
Hér er t.d. nokkur handahófskennt dæmi – og ég rýni í myndmál bókanna.
Ríólítreglan: háskalegur huldutryllir, tekin sem . Kápan sýnir hóp ungmenna sem standa í hnapp, þrír strákar og tvær stelpur. Líkamsstaða strákanna gefur til kynna öryggi og áræðni þeirra og það er áberandi hvernig þeir horfa allir beint fram til lesandans. Stúlkurnar tvær sjást bakvið drengina og horfa báðar til hliðar.
Það er athyglisvert hvernig stelpur eru oft sýndar sem óöruggari – horfa ekki í augu lesandans heldur ,út úr myndinni‘
Þetta sést t.d. á bókakápunni Upp á líf og dauða, en þar horfir strákurinn beint fram á meðan stelpan horfir niður – þarf að einbeita sér að því að detta ekki?

[1] Þjóðviljinn, miðvikudaginn 12. nóvember 1952, bls. 4. Opinber umræða í fjölmiðlum hefur breyst þegar kemur að viðhorfum um hlutverk bókakápunnar í íslenskri útgáfusögu. Undir lok fimmta áratugarins fara að birtast umræður af þessu tagi í íslenskum fjölmiðlum eins og hér er vitnað í. Síðastliðinn áratuginn (2000-2011) hefur opinber umræða um bókakápur einkennst af ,orðuveitingum‘ og ,skammarræðum‘ undir fyrirsögnunum „Bestu og verstu kápurnar“, sjá t.d. vefslóðina: http://www.frettatiminn.is/daegurmal/bestu_verstu_bokakapurnar

Megalopolis

Þetta er flott orð, MEGALOPOLIS – varð að fletta því upp því ég er að lesa inngang að riti Michel de Certeau: The Practice of Everyday Life. Ég ætla að fjárfesta í þessari bók – sem er meira að segja til á rafbókarformi.

Þessi hugtök í texta de Certeau vöktu mig til umhugsunar (skilgreiningar hans eru innan sviga);

  • bricolage (the artisian-like inventiveness)
  • tactic (which must constantly manipulate events in order to turn them into ‘opportunities’) en í þessum gjörðum felast hinar litlu andspyrnur gegn
  •  ríkjandi (opinberum/viðurkendum) kerfum (strategy)
Er hægt að skoða vef eins og flickmylife.com út frá kenningum de Certeau um hinar litlu andspyrnur í hversdagsleikanum sem ýta við okkur og vekja okkur upp úr doða hins skilgreinda neytanda (e. consumer) og gerir okkur að notendum (e. users)?
Á vefnum er samansafn mynda þar sem hversdagslegir hlutir á borð við skilti, auglýsingar og myndir sem birst hafa í fjölmiðlum (stafrænum og á prenti), eru notaðar á skapandi/annarskonar hátt en talið er viðeigandi – normalt. Þetta eru hversdagslegir hlutir sem skapa það sjónræna landslag sem við búum í – hvað gerist þegar ‘potað’ er í þetta kerfi – þennan (raun)veruleika?
Hér eru nokkur dæmi:
Bleiku brjóstin eru í miklu uppáhaldi hjá mér (skæruliða prjón í umhverfinu eða prjóna-graff, sem strax var innlimað í stragetíuna eða inn í átakið „bleika slaufan“ til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini – eða eins og segir í fréttinni tengdu þessu

„Þetta fær að vera hjá okkur á meðan átakið er í gangi,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Ó já, aftur að byrjun þessarar færslu: orðið þýðir samkvæmt ensk-íslensku; RISASTÓRBORG, flott ekki satt 😉
%d bloggurum líkar þetta: