Greinasafn flokks: Uncategorized

Stelpur fermast – strákar ekki?

Í póstkassann okkar hrúgast nú (aukalega við allt annað) bæklingar og tilboð er varða fermingar.

Það kemur svosem ekki á óvart þar sem frumburðurinn er ákkúrat á fermingaraldrinum núna.

Í fyrstu hélt ég að markaðsdeildir blómsala og bakara væru svona sniðugar – senda „stelpulegar“ auglýsingar til okkar sem eigum stelpu og svo e-ð „strákalegt“ til þeirra sem eiga stráka… hvað veit maður (annað eins hefur nú verið gert)!

Við nánari athugun komst ég þó að því að svo er ekki og þegar heilsíðuauglýsingin hér að ofan birtist í einu dagblaðanna þá fór ég að pæla: eru það bara stelpur sem fermast?

Myndmál, fyrirsætur og nöfn á kökum, kertum og öðrum „fermingardóti“ virðast gefa það til kynna.

E .t.v. þykir þessi kenning mín fáránleg og ég get sagt með sanni að hún er einungis byggð á tilfinningunni einni saman… en ég get s.s. ekki látið það vera að hugsa um brúðkaup (með áherslu á það ljóta orð) og allt havaríið í kringum það stúss út frá þessu myndmáli sem birtist okkur hér?

Rétt eins og myndmál brúðkaups-auglýsinga og já allur sá iðnaður beinist nær eingöngu að kvenfólki er athyglisvert að sjá hvernig svipað myndmál birtist í auglýsingum um fermingarundirbúningin og umhverfist í kringum stelpurnar eingöngu.

Má því ætla að fermingar séu e-s konar fyrsta þrep hinnar ungu konu (sem um leið er ímyndin um hina hreinu mey) upp að altarinu?

Stúlkur fá allavegna þau skilaboð í gegnum fjölmiðla (og þá aðallega í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og barnaefni) að hamingjuna (og þar með lífsmarkmið) sé að finna í hinni einu sönnu ást/í hjónabandinu – hjá prinsinum á hvíta hestinum.

Því þrátt fyrir dugnað, gott vit og elju þá viljum við víst allar næla okkur  í draumaprinsinn??? eða hvað?

Í framhaldi af þessu vil ég benda á áhugaverða ritgerð Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, „Spegill, spegill, herm þú mér… Birtingarmyndir kvenna í hreyfimyndum Disney og Pixar“, hér birti ég brot úr kaflanum „Beðið eftir prinsinum“ (bls. 50):
„Þótt skortur á mæðrum sé áberandi hjá Disney er þó enginn skortur á móðurlegum
tilfinningum. Einn helsti kostur kvenna í myndunum er einmitt umhyggjusemi og
fórnfýsi – enda er það hreinlega virkni margra kvenpersónanna að styðja og hjálpa
manninum. Jafnvel nýlegri kvenhetjur sem á yfirborðinu virðast vera mun sjálfstæðari
og sterkari en forverar þeirra verða á endanum að beygja sig undir þessar sömu reglur.
Sem dæmi má nefna Fríðu í Fríðu og dýrinu sem virðist upphaflega vera sterk og
óvenjuleg kvenhetja (hún les bækur, hún vill ekki giftast vonbiðli sínum Gaston) en
sættir sig svo við að láta loka sig inni í kastala og leggur að lokum allt í sölurnar til að
kenna dýrinu að verða að manni áður en hún giftist honum. Jafnvel mætti kalla
þetta Stokkhólmsheilkenni á háu stigi. Stærstu kostir hennar felast þegar upp er
staðið í því að fyrst fórnar hún sér fyrir föður sinn og svo fyrir (verðandi) eiginmann
sinn.“

Ég hvet ykkur til að lesa alla ritgerðina – hún er mjög svo áhugaverð.

Góðar stundir.

Hin samfélagslega sátt um… móðurhlutverkið.

„It struck Bea, and for the moment diverted her from grief, that quite the most physical thing she had ever connected with her mother was the fact of her having died. She found herself, crying there beside the bier, thinking of her mother’s legs… her arms and legs and breasts and her loins there, under the bengaline dress… stiff and dead.“

– Fannie Hurt, Imitation of Life (1933)

Þessi auglýsingaherferð hefur hlotið nokkra athygli undanfarna daga. Sjá t.d. hér, hér og hér

Markaðsstýra auglýsingarherferðarinnar umdeildu, Maayan Zilberman, sem sýnir íslenskar mæðgur á nærklæðunum (eða „nærfatamægðurnar“ svokölluðu) útskýrir tilgang herferðarinnar svona:

„So for our customer, for our viewer to see these photographs, you’re confronted with this feeling of ‘who’s the sexy one?’ Because there’s always someone who’s sexier and there’s always some kind of competition going on; there’s always a tenderness going on; there’s always a tension,“ she said.

„We’re opening it up to think about: Is it OK for a mother and daughter to feel tender toward each other? And what happens when they’re in sexy clothing?“

Allir þeir sjónrænu þættir sem umlykja okkur endurspegla og gera jafnvel út á fastmótaðan skilning samfélagsins á ýmiskonar staðalmyndum og festa um leið í sessi, og færa til, ákveðin siðferðisleg mörk samfélagsins. Þannig hefur t.d. femínísk gagnrýni á birtingarmynd kvenna í auglýsingum glanstímarita verið sífellt innlimuð í tákn og ímyndir slíkra auglýsinga, þar sem fyrirsæturnar líkjast t.d. æ meira þeim líflausu dúkkum sem orðræða gagnrýninnar fjallar um (ein helsta gagnrýni femínista á auglýsingar snýr að hlutgervingu konunnar).

 

Þetta er athyglisvert að meginmarkmið nærfatafyrirtækisins er að hrista upp í staðalmyndunum móðir/dóttir og færa þannig til viðurkennd mörk samfélagsins (hið siðferðislega rétta). Þ.e. tilraun er gerð til að ýta við þeirri ímynd sem telst viðurkennd þegar kemur að þessu „fallega sambandi“ mæðgna? (myndin hér að ofan, hægra megin, birtist á Internetinu þegar sett eru inn orðin „mother/ daughter“)

Það er þó enn athyglisverðara hvernig nærfatafyrirtækið treystir sér ekki til að hrista upp í hinum klisjulegum framsetningun á konunum. Vaxkennd ásýnd kvennanna minnir á dúkkur – jafnvel barbídúkkur, þar sem líkami móðurinnar virðist vera stirður sem plast lagður ofaná líkama dótturinnar (sjá mynd efst hér).

(Ég man hvað ég gat orðið pirruð út í Barbí hér áður fyrr, fyrir að geta ekki beygt á sér lappirnar – ég finn fyrir sömu tilfinningunni læðast að mér þegar ég horfi á þessar myndir)

Ef til vill hefði útkoma þessarar herferðar orðið áhugaverð ef markaðsdeildin hefði splæst nokkrum auka-spurningamerkjum við konseptið:

„So for our customer, for our viewer to see these photographs, you’re confronted with this feeling of WHY [‘who’s] the sexy one?’ WHY there’s always someone who’s sexier and there’s always some kind of competition going on ?; WHY there’s always a tenderness going on; there’s always a tension,“

??

WOW – vá eða vóóó kommon!

Nú er loksins búið að greina frá hinu nýja íslenska flugfélagi (en allir Íslendingar hljóta að hafa beðið eftir þessu með öndina í hálsinum – allavegna virðast íslenskir fjölmiðlar halda því fram)

Heilsíðuauglýsing flugfélagsins birtist í Fréttablaðinu í dag ásamt hinu nýja nafni:

WOW Air  – ásamt spurningunni: „Hefur þú WOW faktor?

Aðalatriði auglýsingarinnar (en hér fyrir ofan er birtur eftri hluti auglýsingarinnar) er ung og falleg kona í einkennisbúningi – eða svona hálfpartinn,(hvíta skyrtan ef frjálslega hneppt niður og brett upp á ermar hún er með fjólubláan hatt á höfði með nafninu WOW áletrað í gulli.

Yfir vinstra brjósti er merki flugfélagsins fjólublár hringur en inni í honum er nafnið WOW og silúetta af flugvél sem virðist fljúga á móti okkar (eða út úr brjóstinu??)

Vá! hún er flott.

Hún er líka með ferrari-rauðan varalit og horfir beint í augu lesandans –  þar sem hún skýtur rassinum til hliðar og hvílir annari hendi á mjöðm – þetta er það sem í teiknimyndunum í gamla daga hefði fengið rebba til að segja WaWAWAWÚMM eða bara WOW – (með tilheyrandi augun -poppa-úr -hausnum lúkki)

Hér er verið að auglýsa eftir starfsfólki – (frekar í yngri kantinum eins og DV bendir réttilega á, eða mega ekki vera fæddir síðar 1992 – þ.e. 19 ára!)

Í texta segir m.a.:

Þjónustulund, ævintýraþrá og lipurð í samskiptum
eru nauðsynlegir eiginleikar,
auk hæfileikans til að njóta lífsins
.

Vó!

Ég veit ekki af hverju, en einhvern veginn fer ég að sjá fyrir mér hið alræmda flugfélag

Hooters Airline?

Eða kannski er það bara e-r ímyndun??

 

Jamm!

Saul Steinberg "Box family"

je m’appelle Þórhildur, Tota pour les intimes

úff úff úff! – hvernig gat ég gleymt því hversu margar heilafrumur þarf til að læra nýtt tungumál. Það brakar bókstaflega í hausnum á mér eftir fyrstu frönsku-vinnustofuna og nú á ég erfitt með að einbeita mér að ensku fræðibókunum hvað þá öllu öðru.

-EN hvernig fer fólk að því að kunna fleiri en þrjú tungumál?

Brosmild og mjög svo þolinmóð stúlka sem nú er orðin frönsku- félagi minn – hún talar 7 tungumál -og er 27 ára!!! það kom bara danska út úr munninum á mér og ég gat ekki annað en vorkennt greyið félaga mínum sem þurfti að endurtaka hverja spurninguna á fætur annarri

Svo hafði ég líka steingleymt grunnreglunni í tungumálakennslu (hún á sérstaklega við ef maður algjörlega úti á þekju) – hún er svona:

alls alls ekki!!

láta neitt upp úr þér sem vekur áhuga

1) kennarans

2) samnemenda!!!

af hverju?

jú, því þá taka við spurningar og samræður sem beinast einungis að þér – lengi … lengi…………lengi

Til að gera langa sögu mjög stutta þá veit ég núna hvernig maður segi- á frönsku:

„ég er grafískur hönnuður að skrifa mastersritgerð um sjónræna menningu og bókmenntir – nei það er eiginlega ekki kennt í HÍ ég er á einhverskonar undanþágu – og já það er mjög spennandi“

„nei, ég veit ekki hvernig maður býr til svona  perlað armband – vinkona mín í Danmörku á vinkonu sem býr þetta til“

það var líka athyglisvert að sjá hversu margir í hópnum svöruðu spurningunni; „y-a-t-il une animal que ti déteste“? (er e-ð dýr sem þú þolir ekki? eða s.s. allir (þar með talinn kennarinn): „je déteste les chiens“ (ég þoli ekki/hata hunda) Ég var s.s. stödd í áhugamannahópi fólks um útrýmingu hunda – og það á frönsku.

þetta var sérstaklega skemmtileg eftir að ég hafði eitt mikilli orku og einbeitingu í að segja frá dásamlegu viðbótinni í fjölskyldunni okkar – honum Tinna ljúflingi.

og allir kvöddu mig saman í kór: „elle  en a un chien!“

les bons moments…les bons moments

Safnast í sarpinn…

Það verður spennandi að sjá hvað safnast hér saman. 😉

 

%d bloggurum líkar þetta: