Menningarsaga myndmáls

How Art Made the World

Frábærir heimildaþættir frá BBC  þar sem fornleifafræðingurinn Nigel Spivey tengir saman samtímamenningu og upphaf og þróun myndmáls hjá mannskepnunni.

Spivey sýnir t.d. fram á mjög áhugaverða tengingu á milli kosningabaráttu Bush 2004 og hinnar fyrstu ímyndaherferðar sögunnar hjá Dariusi konungi Persa (um 350 fyrir Krist). Þannig er myndmál og myndræn uppbygging meðvitað afl sem er notað til sannfæringar og áróðurs.

Einnig er ótrúlega flott að sjá menningarsögulegar skýringar á t.d. upphafi merkinga (e. logo), hvernig gat Alexander mikli t.d. minnt þegna sína á vald sitt í sívaxandi heimsveldi sínu – jú með því að útbúa mynd af sjálfum sér og koma henni fyrir á hversdagslegum hlutum eins og peningum!

… og fleira og fleira

Færðu inn athugasemd