Af hverju er þetta ekki fyndið?

Eða þetta?

Er þetta minna fyndið?

eða þetta? kannski ekkert fyndið – bara eðlilegt?

Ég skal deila með ykkur hvers vegna ég er gjörsamlega húmorssnauð þegar kemur að myndbirtingu kvenna í auglýsingum og þá sérstaklega hvað varðar ímynd húsmóðurinnar.

Í auglýsingum og öðru sjónrænu efni í fjölmiðlum er yfirleitt lögð áhersla á að sýna konuna í tengslum við einkalífið (e. the private sphere) en karlmanninn í tengslum við hinn opinbera vettvang (e.the public sphere). E.t.v. þótti þetta sjálfsagður hlutur þegar konur voru aðallega heimavinnandi og karlmenn útivinnandi (!). Í dag er árið 2012, karlar eru heimavinnandi og konur líka og allir útivinnandi eða atvinnulausir eða einstæðir eða….s.s.. allskonar í gangi, en ennþá birtast bara konur í t.d. auglýsingum að þrífa, að elda, að rækta, að passa börn og eru auðvitað brosandi kynþokkafullar á meðan.

Ég hefði e.t.v. meiri húmor fyrir svona myndefni (sem umlykur umhverfi mitt frá degi til dags) ef ég upplifði e-s konar andstæður í raunveruleikanum – auglýsingar eru jú aðeins heimur ímynda þar sem dregin er upp glansmynd eða fjarstæðukenndar fantasíur til að vekja athygli á vöru/þjónustu – eða hvað? En hér brestur hláturinn og verður að þöglum kökki í hálsinum á mér (já ég veit – ég er að jafna mig eftir ritgerðarskrifin).

Hér eru nokkur handahófskennd dæmi úr hversdagsleika mínum sem sýna að við erum ekki alveg komin ,þangað‘:

  • Í leikskóla yngsta sonar okkar var ekki ætlast til að ég (móðirin) byði mig fram til foreldraráðs og faðirinn byði sig fram til foreldrafélags – af hverju ekki? Jú foreldraráð fjallar um alvarlegri málefni sem varðar bæjaryfirvöld en foreldrafélagið skipuleggur kökuskreytingar og jólaföndur. Það þótti fáránlegt að við hjónin ætluðum að víxla þessum stöðluðu hlutverkum. Sérstaklega var tekið fram að faðirinn ætti ekkert heima í þeim ,kvennamálum‘ sem færu fram hjá foreldrafélaginu.
  • Þegar eitthvað bjátar á hjá einhverju af börnunum okkar í skólanum er hringt í mig (móðurina) þrátt fyrir að við höfum beðið um að hringt sé fyrst í föðurinn. Sameiginlegur tölvupóstur fyrir málefni sem varða börnin hefur leyst töluvert þennan vanda svo nú fær heimilisfaðirinn að fylgjast með gangi mála.
  • Í hverju einasta vinnuviðtali sem ég hef farið í – frá því ég var um 19 ára hef ég verið spurð að því hvort ég a) ætli að eignast börn b) sé að fara að eignast fleiri börn c) hvernig ég ætli að fara að því að vinna – fyrst ég á öll þessi börn! (maðurinn minn hefur ekki verið spurður spurninga er varða heimili eða börn og hvernig hann ætli að tvinna þessa þætti saman

Þannig að …. mér er ekki skemmt og tel að þessir litlu hversdagslegu þættir sem birtast endurtekið og dæmin hér sýna eigi stóran þátt í að viðhalda ríkjandi samfélagsgerð.

P.s. Auglýsingin hér efst á að vera fyndin og er beint til hugmyndaríkra kvenna sem luma á viðskiptahugmynd, eru í atvinnurekstri eða hafa áhuga á að reyna fyrir sér í slíku. Þar sem mér fannst hún ekki spönn fyndin og hreinlega grafa undan þeim gildum sem stofnunin Atvinnumál kvenna hefur að yfirlýstu markmiði sendi ég athugasemd til þeirra og bað þá vinsamlegast um að útskýra þær ástæður sem liggja að baki myndbirtingunni.

Svarið er áhugavert:

Að okkar mati er staðalmynd kvenna allt önnur en birtist í auglýsingunni  og ætti hún því vart að ýta undir hana.   Hinsvegar vísar auglýsingin til gamalla gilda sem eitt sinn voru í hávegum höfð,  með ákveðinni kímni.  Auglýsingin hefur vakið athygli og þá er okkar tilgangi náð, að ná til kvenna með góðar hugmyndir og verkefni.

Ég vek athygli á því að sjóður þessi hefur verið starfandi síðan 1991 og veitt hundruðum kvenna styrk til að láta drauma sína rætast og vinna að verkefnum sínum.  Við munum gera það þangað til að jafnrétti hefur náðst í þeim efnum en rannsóknir sýna að konur hafa ekki sama aðgang að láns- og styrkfé og karlar.

Það er því vert og mikilvægt málefni sem að baráttukonur og menn í réttindabaráttunni þyrftu að vekja athygli á og  beina kröftum sínum að til að ná fram breytingum.

 

2 hugrenningar um “Af hverju er þetta ekki fyndið?

  1. Súsanna skrifar:

    Ég sé ekkert fyndið við þessa auglýsingu, hún er einfaldlega mjög sorgleg. Af hverju ætti svona myndmál að höfða til „kvenna með góðar hugmyndir og verkefni“? Auglýsingin hefur augljóslega vakið athygli á annan hátt en lagt var upp með. Forsvarsmenn þessarar stofnunar hefðu alveg eins getað klínt naktri konu framan á auglýsinguna, hún hefði eflaust fengið meiri athygli út á það – og verið alveg jafn niðurlægjandi fyrir vikið. Fólk sem starfar á þessu sviði á að hafa meira vit á þessum málum. Fáfræðin er algjör.

  2. Benni skrifar:

    mér fannst greinin þín fyndin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: