Já – og ég sem lofaði sjálfri mér, fallega og örugglega, að halda áfram hér á Mylsnum að koma með dæmi úr hversdagsleikanum ÞRÁTT fyrir að vera búin að skila inn R I T G E R Ð I N N I… þá hefur e-ð aaaðeins dregið úr eldmóðinum hér (en þó bara hér en ekki í kjötheimi) 😉
Ég rakst á þessa auglýsingu í fréttablaðinu í dag:
og var einmitt nýbúin að horfa á þetta!
og lesa þetta á Knúsinu!
Af því að ég er svona „týpísk vog“ þá vil ég stundum velta hlutunum fyrir mér frá ýmsum sjónarhornum (þetta er frekar neikvæður eiginleiki og lýsir sér s.s. yfirleitt þannig að ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga…. með tíð og tíma hef ég þó lært að fara eftir eigin sannfæringu og hlusta á innsæið).
Allavegna…
Þá mætti e.t.v. segja að rökin með þessari myndbirtingu sé: „hún er að skemmta sér – henni finnst gaman“,“hún á engin föt – þess vegna vefur hún sig inn í plastborða (þar til hún kemst á útsöluna)“? s.s. skilaboð myndmálsins er:
- hún er frumleg (finnur upp á því að hylja nekt sína þrátt fyrir fataleysið)
- hún er hress (líkamsstaðan gæti verið að gefa í skyn e-s konar dans).
Ég sé þó þetta:
- hún er að öskra (er pirruð, reið, hrædd?)
- líkamsstaða og tjáning er heftandi (hún getur ekki hreyft sig í þessum plastborða)
Auglýsingin hér að framan vísar í „bondage“ (vantar íslenskt orð yfir þetta) en það er orðið algengt myndmál í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum – að birta konur (og aðeins konur) bundnar, undirgefnar, einar í ógnandi aðstæðum, grátandi, hræddar og öskrandi (af sárskauka eða hræðslu).
Mér dettur líka í hug hér að rifja upp þennan eldri pistil hér á Mylsnum – en þar fjalla ég m.a. um auglýsingu Versage fyrir H&M – hönnunarlínuna 2011.
Góðar stundir